Vesturland
  • 1214

Borgarkirkja

Mýrar

Byggingarár: 1880–1881.

Hönnuður: Jörundur Þorsteinsson forsmiður.[1]

Breytingar: Í upphafi var kirkjuþak timburklætt og bikað en timburklæddir veggirnir málaðir. Setuloft var yfir framkirkju. Kirkjan stóð gegnt bæjarhúsum og snéri framstafni til norðurs.

Árið 1891 var setuloft stytt og breytt í söngloft en hvelfing gerð yfir innri hluta framkirkju að kórhvelfingu, forkirkja smíðuð við kirkjuna og þök járnklædd.

Árið 1908 var voru kirkjuveggir klæddir bárujárni nema framstafn og forkirkja sem járnklædd voru um 1925.[2]

Árið 1951 var kirkjan flutt til vesturs, sett á steinsteyptan sökkul og henni snúið þannig að framstafn snýr mót vestri.

Árið 1952 voru setti bogadregnir gluggar í kirkjuna og veggir múrhúðaðir.[3]

Um 1970 voru veggir klæddir trapisumótuðum stálplötum.

Hönnuðir: Ókunnir.

Árin 20012002 var kirkjan færð að mestu til upprunalegs horfs að utan.[4]

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

 

Borgarkirkja er timburhús, 9,80 m að lengd og 6,45 m á breidd, með forkirkju undir minna formi, 2,56 m að lengd og 2,78 m á breidd. Þakið er krossreist, klætt bárujárni, og upp af framstafni er ferstrendur turn með risþaki. Hann stendur á lágum stalli. Kirkjan er klædd listaþili og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkjunnar eru fjórir póstagluggar með þriggja rúðu römmum og einn heldur minni á framstafni. Fyrir kirkjudyrum er spjaldahurð og þvergluggi og brík yfir.

Að framkirkju eru spjaldsettar vængjahurðir og gangur inn af þeim og bekkir hvorum megin hans. Tvær innstu bekkjaraðirnar eru styttri en aðrir kirkjubekkir. Söngloft er yfir fremsta hluta framkirkju og stigi við framgafl norðan megin. Veggir eru klæddir spjaldaþili og borðaklædd hvelfing er yfir kirkjunni stafna á milli.


[1] ÞÍ. Biskupsskjalasafn C, V. 100. Bréf 1882. Byggingarreikningur Borgarkirkju 1880 og 81; Yfirlýsing yfirsmiðsins Jörundar Þorsteinssonar um réttmæti byggingarreiknings Borgarkirkju, dagsett 4. janúar 1882.

[2] ÞÍ. Skjalasafn prófasta. Mýraprófastsdæmi AA/10. Borgarkirkja á Mýrum 1911.

[3] ÞÍ. Skjalasafn prófasta. Mýraprófastsdæmi AA/12. Borgarkirkja á Mýrum 1952. Biskupsskjalasafn 1994 AA/7.        Borgarkirkja á Mýrum 1958.

[4]  Húsafriðunarnefnd. Skjalasafn. Borgarkirkja á Mýrum; Sigríður Björk Jónsdóttir. Kirkjur Íslands 14, Borgarkirkja, 126-145. Reykjavík 2009.