Vesturland
  • 0316

Fitjakirkja

Skorradalshreppur

Byggingarár: 1897.

Hönnuður: Bræðurnir Júlíus og Stefán Guðmundssynir bændur á Fitjum.[1]

Breytingar: Í öndverðu og allt til 1951 voru langbekkir í kirkjunni en þá voru þverbekkir smíðaðir í hana.

Hönnuður: Eiríkur Þorsteinsson.[2]

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

 

Fitjakirkja er timburhús, 6,41 m að lengd og 4,48 m á breidd, með krossreist bárujárnsklætt þak. Veggir eru klæddir listaþili og kirkjan stendur á steinhlöðnum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru tveir póstagluggar með þriggja rúðu römmum. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar vængjahurðir, þær innri fjölspjalda.

Inn af dyrum er gangur inn kirkjuna og þverbekkir hvorum megin hans. Altari er fyrir miðjum kórgafli, prédikunarstóll á palli í suðausturhorni kórs og bekkir með veggjum. Kirkjan er klædd standþiljum en á hliðarveggjum eru undir þeim þrjú lárétt borð og strikaður listi efst. Yfir fremsta stafgólfi framkirkju er afþiljað loft á bita og borðaklædd hvelfing yfir innri hluta.


[1] ÞÍ. Biskupsskjalasafn C. V, 92. Bréf 1901. Byggingarreikningur Fitjakirkju 1898, ásamt fylgiskjölum.

[2] ÞÍ. Biskupsskjalasafn 1994 AA/6. Fitjakirkja 1951; Sigríður Björk Jónsdóttir. Kirkjur Íslands 13, Fitjakirkja, 63-74. Reykjavík 2009.