Vesturland
  • 0490

Fiskbyrgi í Bæjarhrauni - Gufuskálum

Gufuskálar

Byggingarár: 15. eða 16. öld.

Athugasemd: Fiskbyrgin eru steinhlaðin hús, 12 byrgi eru uppistandandi og með þaki, veggir 63 byrgja eru uppistandandi en 59 byrgi eru rústir einar.[1]

Hönnuðir: Ókunnir. 

Fiskbyrgin voru tekin á fornleifaskrá 4. nóvember 1969 og þinglýst 4. desember 1969.[2] Lagaheimild skortir til að taka þann hluta byrgjanna sem ekki eru rústir á fornleifaskrá, sbr. II. og IV. kafla þjóðminjalaga nr. 52/1969.

Uppistandandi byrgin 12 voru friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

 

Fiskbyrgin 12 eru hlaðin úr ótilhöggnu hraungrýti, veggir og þök. Grunnflötur sumra byrgjanna er hringlaga og eru þau með kúpulhvolfþaki. Grunnflötur annarra er ferningslaga. Þau eru með tunnuhvolfþaki.

Tvískipta fiskbyrgið, sem hér er sýnt, er um 7,6 m að lengd, 2,2–2,5 m á breidd og 2,2 m á hæð. Lágar dyr eru á hvorum hluta, í því er steinborið moldargólf og vegghleðslan óþétt svo vel lofti í gegnum það.


[1] Hörður Ágústsson. Íslensk byggingararfleifð II. Varðveisluannáll 1863-1990, 314. Reykjavík 2000.

[2] Ágúst Ó. Georgsson. Fornleifaskrá 1990, 26.