Fornleifauppgreftir
Ýmsar ástæður geta verið til þess að ráðist er í uppgröft á fornleifum. Venja er að skipta fornleifauppgröftum í flokka eftir tilgangi þeirra:
Fornleifauppgreftir | |||
---|---|---|---|
björgunarrannsókn | Kerfisbundin fornleifafræðileg rannsókn á fornleifum sem eru í hættu vegna ágangs náttúrunnar eða hafa komið óvænt upp vegna jarðrasks. Yfirleitt unnin í kapp við tímann og með takmarkað ráðstöfunarfé. | rescue research | |
framkvæmdarannsókn | Kerfisbundinn fornleifafræðileg rannsókn á fornleifum sem ákveðið hefur verið að rannsaka vegna framkvæmda. Yfirleitt unnin innan strangs tímaramma og kostnaðaráætlunar. | contract excavation | |
vísindarannsókn | Kerfisbundin fornleifafræðileg rannsókn á fornleifum á völdum stöðum. Í vísindalegum rannsóknum er viðfangsefnið valið í samræmi við fyrirfram skilgreinda vísindalega áætlun eða spurningu. | scientific research | |
könnunarrannsókn | Könnun gerð til að meta eðli og umfang fornleifa eða lausafunda sem koma óvænt upp eða meta þarf vegna frekari ákvarðanatöku. | trial excavation | |
framkvæmdaeftirlit | Eftirlit með framkvæmdum sem gætu mögulega skaðað fornleifar á tilteknu svæði. Minjar sem koma í ljós eru skráðar og tilkynntar til Minjastofnunar Íslands sem metur hvað skuli gera í framhaldinu. | wathcing brief |