Umsókn um leyfi

Í 37. grein lag um menningarminjar 80/2012 segir:

  • Umsókn um rannsóknarleyfi, sbr. 2. mgr. 36. gr., skal hafa borist Minjastofnun Íslands minnst fjórum vikum áður en fyrirhuguð rannsókn hefst. Stofnunin skal taka afstöðu til umsóknar um rannsóknarleyfi svo fljótt sem við verður komið en eigi síðar en tveimur vikum eftir að umsókn hefur borist. Stofnunin getur krafist viðbótarupplýsinga áður en umsókn er afgreidd.
  • Leyfi til fornleifarannsóknar er alla jafna veitt til eins árs. Minjastofnun Íslands er heimilt að veita rannsóknarleyfi til allt að þriggja ára ef rannsókn er umfangsmikil. Í slíkum tilfellum skal stjórnandi rannsóknar skila árlega áfangaskýrslu þar sem fram koma allar niðurstöður en einnig hugsanlegar breytingar á upphaflegri rannsóknaráætlun.
  • Þeim sem fær leyfi til fornleifarannsóknar ber að hlíta þeim reglum og skilyrðum sem stofnunin setur, þ.m.t. um skil á gripum og sýnum skv. 1. mgr. 40. gr. Um leyfi til rannsókna á friðlýstum fornleifum og skilyrði leyfis fer samkvæmt ákvæðum 39. gr.

Minjastofnun Íslands er heimilt að veita takmarkað eða skilyrt leyfi til fornleifarannsókna sem hafa jarðrask í för með sér eða hafna umsókn og skal stofnunin þá rökstyðja ákvörðun sína.


Umsóknareyðublað vegna fornleifauppgrafta má finna hér.