Fornminjanefnd

Í 8. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 segir:

Ráðherra skipar fornminjanefnd til fjögurra ára í senn. Félög fornleifafræðinga tilnefna einn fulltrúa, Félag norrænna forvarða – Íslandsdeild einn fulltrúa, Rannís tilnefnir einn fulltrúa og Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefnir einn fulltrúa. Ráðherra skipar einn fulltrúa án tilnefningar og skal hann vera formaður en varaformaður skal skipaður úr hópi nefndarmanna. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Ekki er heimilt að skipa sama mann aðalmann lengur en tvö samfelld starfstímabil.

Fornminjanefnd hefur eftirfarandi hlutverk:

  • að vinna að stefnumörkun um verndun fornleifa og fornleifarannsóknir ásamt Minjastofnun Íslands,
  • að fjalla um tillögur stofnunarinnar um friðlýsingu fornleifa og afnám friðlýsingar samkvæmt ákvæðum laga þessara áður en þær eru sendar ráðherra,
  • að setja fornminjasjóði úthlutunarreglur sem ráðherra staðfestir,
  • að veita umsögn um styrkumsóknir úr fornminjasjóði,
  • að sinna öðrum verkefnum sem henni kunna að vera falin samkvæmt lögum.

Forstöðumenn Minjastofnunar Íslands og Þjóðminjasafns Íslands sitja fundi fornminjanefndar stöðu sinnar vegna. Kostnaður af starfsemi fornminjanefndar greiðist úr fornminjasjóði.


Vinnureglur fornminjanefndar, staðfestar 12. október 2022