Skilgreining á menningarverðmætum

Í fyrsta lagi:

Gripir sem teljast til þjóðarverðmæta í landinu sem þeir hafa verið fluttir frá, vegna listræns, menningarsögulegs eða fornleifafræðilegs gildis samkvæmt löggjöf eða reglugerðum viðkomandi ríkis, og falla undir einhvern eftirfarandi flokka:

 1. Forngripir, eldri en 100 ára, sem fundist hafa í jörðu, vatni eða sjó við fornleifarannsóknir eða á annan hátt.
 2. Hlutar úr listrænum, sögulegum eða trúarlegum minjum er losaðir hafa verið frá þeim og eru eldri en 100 ára.
  1. Málverk og handgerðar myndir, aðrar en þær sem getið er um í b-lið þessa töluliðar og 4. tölul., úr hvaða efni sem er, ef þær eru eldri en 50 ára og ekki í eigu höfunda þeirra.
  2. Vatnslitamyndir, gvassmyndir og pastelmyndir, gerðar í höndum að öllu leyti á hvaða efni sem er, ef þær eru eldri en 50 ára og ekki í eigu höfunda þeirra.
 3. Mósaíkverk úr hvaða efni sem er og að öllu leyti handunnin, sem ekki falla undir 1. eða 2. tölul., og teikningar úr hvaða efni sem er séu myndverkin að öllu leyti handunnin, eldri en 50 ára og ekki í eigu höfunda þeirra.
 4. Frumeintök af stungum, þrykki, silkiprenti og steinprenti ásamt tilheyrandi plötum og frumgerð veggspjalda, séu verkin eldri en 50 ára og ekki í eigu höfunda þeirra.
 5. Frumeintök höggmynda eða myndastyttna og eftirmyndir þeirra, sem eru gerðar með sömu aðferð og frumeintökin, séu verkin eldri en 50 ára og ekki í eigu höfunda þeirra, enda falli þau ekki undir 1. tölul.
 6. Ljósmyndir og kvikmyndir og filmur eða glerplötur af þeim, enda séu þær eldri en 50 ára og ekki í eigu höfunda myndanna.
 7. Bækur, prentaðar fyrir 1500 (vögguprent), svo og handrit, þar með talin landabréf og raddskrár, stakar eða sem safn, sem eldri eru en 50 ára og ekki í eigu höfunda þeirra.
 8. Aðrar bækur, eldri en 100 ára, stakar eða sem safn.
 9. Prentuð landabréf, eldri en 200 ára.
 10. Skjalasöfn hvers konar og hlutar þeirra, úr hvaða efni sem er, eldri en 50 ára.
  1. Dýrafræðileg, grasafræðileg, bergfræðileg eða líffræðileg söfn og safneintök.
  2. Söfn sem gildi hafa fyrir sagnfræði, steingervingafræði, mannfræði eða myntfræði.
 11. Samgöngutæki, eldri en 75 ára.
 12. Aðrar menningarminjar, eldri en 50 ára.

Í öðru lagi:

Gripir sem falla ekki undir neinn þeirra flokka sem taldir eru hér að ofan en eru hlutar opinberra minja- eða listasafna, bókasafna eða skjalasafna samkvæmt safnskrá,

Í þriðja lagi:

Gripir í eigu stofnana trúfélaga.