Skilgreining á menningarminjum
- Forngripi (gripir eldri en 100 ára) hvort sem þeir eru í eigu opinberra stofnana, fyrirtækja, félagasamtaka eða einstaklinga, án tillits til verðgildis.
- Hluta úr listrænum, sögulegum eða trúarlegum minjum er losaðir hafa verið frá þeim og eldri eru en frá 1900, án tillits til verðgildis.
-
- Málverk og handgerðar myndir, aðrar en þær sem getið er í b- og c-lið þessa töluliðar og 4. tölul., úr hvaða efni sem er, ef þær eru eldri en 50 ára og ekki í eigu höfunda þeirra.
- Vatnslitamyndir, gvassmyndir, pastelmyndir og teikningar, gerðar í höndum að öllu leyti á hvaða efni sem er, ef þær eru eldri en 50 ára og ekki í eigu höfunda þeirra.
- Frumeintök af stungum, þrykki, silkiprenti og steinprenti, ásamt tilheyrandi plötum og frumgerð veggspjalda, séu verkin eldri en 50 ára og ekki í eigu höfunda þeirra.
- Mósaíkverk sem ekki falla undir 1. eða 2. tölul. og teikningar úr hvaða efni sem er séu myndverkin að öllu leyti handunnin, eldri en 50 ára og ekki í eigu höfunda þeirra.
- Frumeintök höggmynda eða myndastyttna og eftirmyndir þeirra sem eru gerðar með sömu aðferð og frumeintökin séu verkin eldri en 50 ára og ekki í eigu höfunda þeirra, enda falli þau ekki undir 1. tölul.
- Ljósmyndir og kvikmyndir og filmur eða glerplötur af þeim, enda séu þær eldri en 50 ára og ekki í eigu höfunda þeirra.
- Bækur, prentaðar á Íslandi fyrir 1800, svo og íslensk handrit, eldri en frá árinu 1800, stök eða sem safn, án tillits til verðgildis.
- Önnur handrit, þar með talin landabréf og raddskrár, stakar eða sem safn, sem eru eldri en 50 ára og ekki í eigu höfunda þeirra.
- Aðrar bækur, eldri en 100 ára, stakar eða sem safn.
- Prentuð landabréf, eldri en 200 ára.
- Skjalasöfn hvers konar og hluta þeirra, úr hvaða efni sem er, svo sem dagbækur, handrit, skýrslur, fundargerðabækur og skissubækur, eldri en 50 ára.
- Dýrafræðileg, grasafræðileg, jarðfræðileg eða líffræðileg söfn og safneintök og sömuleiðis söfn sem hafa gildi fyrir sagnfræði, steingervingafræði, mannfræði eða myntfræði.
- Samgöngutæki og sérstök/söguleg atvinnutæki, eldri en 75 ára.
- Aðrar íslenskar menningarminjar, sem ekki falla undir 1.–13. tölul., án tillits til verðgildis, þar á meðal húsgögn og innréttingar eða hluta úr þeim, frá 1900 eða eldri; hljóðfæri smíðuð á Íslandi, frá 1900 eða eldri; ílát, tæki og áhöld hvers konar úr tré, horni eða beini, með eða án útskurðar, frá 1900 eða eldri; búninga og fylgihluti þeirra, frá 1900 eða eldri; annan vefnað eða útsaum, frá 1900 eða eldri, og gripi úr silfri eða gulli, frá 1900 eða eldri.
- Aðrar erlendar menningarminjar, svo sem húsgögn, búshluti og skrautmuni, hljóðfæri, úr og klukkur, mælitæki, vopn og muni úr gulli, silfri eða fílabeini.