Fornminjasjóður

Úthlutað er styrkjum til eftirfarandi verkefna samkvæmt vinnureglum fornminjasjóðs:

  • Fornleifarannsókna (fornleifauppgraftar og fornleifaskráningar)
  • Miðlunar upplýsinga um fornminjar
  • Varðveislu og viðhalds fornminja, þ.e. fornleifa og forngripa
  • Rannsókna á forngripum

Sjóðnum er jafnframt heimilt að veita styrki til viðhalds annarra menningarminja sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi, t.d. minja sem njóta ekki friðunar á grundvelli aldurs en teljast hafa varðveislugildi, svo sem skipa, báta og annarra samgöngutækja.

Umsóknir eru metnar með tilliti til vísindalegs- og menningarsögulegs gildis og þeirrar stefnu sem mörkuð hefur verið í minjavernd, ásamt gildi þeirra fyrir varðveislu þjóðararfleifðarinnar.

Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að þau verkefni sem hún styrkir séu unnin í samræmi við lög nr. 80/2012 og reglur stofnunarinnar og í samræmi við innsend gögn.