Umsóknir

Hér má finna eyðublað fyrir umsókn í húsafriðunarsjóð.

Beiðni um greiðslu 70% styrks má finna hér .

Beiðni um lokagreiðslu styrks .

Umboð vegna móttöku styrks.

Umboð vegna framkvæmda.

Verklag húsafriðunarnefndar við mat á umsóknum .

Styrkgreiðslur:

Áður en að framkvæmd kemur skal styrkþegi leita samráðs og samþykkis Minjastofnunar Íslands á tilhögun verksins. Ef um byggingaleyfisskylda  framkvæmd er að ræða skal senda Minjastofnun Íslands rafrænt afrit af uppdráttum og verkteikningum (þ.e. sömu gögn og senda þarf til byggingafulltrúa). Þetta á einnig við þó teikningar hafi verið sendar með styrkumsókn. Til hliðsjónar skal hafa ritröð Húsafriðunarnefndar um viðhald og endurbætur friðaðra og varðveisluverðra húsa.

Þegar framkvæmd er sannanlega hafin skal styrkþegi hafa samband við Minjastofnun Íslands sem greiðir út styrk eða hluta hans inn á bankareikning styrkþega þegar gerð hefur verið grein fyrir hvernig staðið er að framkvæmdinni með greinargerð og ljósmyndum eða úttekt minjavarðar.

Sérstök athygli skal vakin á því að styrkurinn fellur niður við næstu áramót hafi hann ekki verið nýttur. Ef óviðráðanlegar ástæður eru fyrir því að ekki var unnt að nýta styrkinn á styrkári getur styrkþegi sótt skriflega (eða rafrænt) um það til Minjastofnunar Íslands að greiðslu hans verði frestað fram á næsta ár.

Samningur:

Eins og fram kemur í 5. gr. reglna um úthlutun úr húsafriðunarsjóði frá 9. júní 2016  gerir  Minjastofnun Íslands samning um greiðslu styrks úr húsafriðunarsjóði sé styrkupphæð hærri en 1.500.000 kr. þar sem kveðið er á um greiðslufyrirkomulag styrksins.