Fréttir


Fréttir: 2015

Fyrirsagnalisti

23. des. 2015 : Garðurinn á Austurbakka: Merk heimild um atvinnu- og samgöngusögu Íslands

Garðurinn á lóð Austurbakka 2 er merk heimild um atvinnu- og samgöngusögu Íslands. Minjastofnun Íslands og fornminjanefnd telja því mikilvægt að varðveita hann eins vel og unnt er.

22. des. 2015 : Jólakveðja

Minjastofnun Íslands óskar vinum sínum og velunnurum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs með þökk fyrir allt á árinu sem er að líða.

18. des. 2015 : Framkvæmdaraðili ber kostnað af flutningi verndaðra minja við Reykjavíkurhöfn

Frá upphafi mátti framkvæmdaraðila vera ljóst af fyrirliggjandi gögnum að á svæðinu sem byggingarrétturinn nær til, kæmu í ljós menningarminjar sem verðskulduðu vernd, hvort sem hún félli beint undir ákvæði laga um menningarminjar eða þarfnaðist sérstakrar ákvörðunar um vernd samkvæmt lögunum. Getur hann því ekki hafa talist eiga lögmætar væntingar um að geta byggt á lóðinni án þess að þar kæmu í ljós menningarminjar sem kynnu að verða verndaðar samkvæmt heimildum laga um það efni.

7. des. 2015 : Viðurkenning fyrir mikilvægt brautryðjendastarf í þágu minjaverndar

Á ársfundi Minjastofnunar Íslands sem haldinn var sl. föstudag, 4. desember, veitti stofnunin Vegagerðinni sérstaka viðurkenningu sína fyrir mikilvægt brautryðjendastarf í þágu minjaverndar. Þetta er í fyrsta sinn sem slík viðurkenning er veitt eftir Minjastofnun tók til starfa í ársbyrjun 2013.

17. nóv. 2015 : Ársfundur Minjastofnunar Íslands 2015

Ársfundur Minjastofnunar verður haldinn föstudaginn 4. desember á Hótel sögu.

11. nóv. 2015 : Nýr minjavörður Austurlands

Nýr minjavörður Austurlands hefur verið ráðinn.

2. nóv. 2015 : Styrkir úr fornminjasjóði 2016

Umsóknarfrestur er til 5. janúar 2016.

2. nóv. 2015 : Námskeið um viðhald og viðgerðir gamalla húsa

Föstudaginn 13. og laugardaginn 14. nóvember n.k. verður haldið námskeið um viðhald og viðgerðir gamalla húsa í Árbæjarsafni.

28. okt. 2015 : Umsóknir um starf minjavarðar Austurlands

Alls bárust átta umsóknir um starf minjavarðar Austurlands, en umsóknarfrestur var til og með 20. október sl.

28. okt. 2015 : Vegna fréttaflutnings síðustu daga og vikur um aldur hafnargarðsins í Reykjavík

Minjastofnun Íslands vill vekja athygli á því, eins og fram kemur í rökstuðningi fyrir tillögu að friðlýsingu sem send var ráðherra 24. september sl., að gildi garðsins er ekki einskorðað við aldur hans heldur hefur hann gildi sem hluti þeirra umfangsmiklu og mikilvægu framkvæmda sem hafnargerðin í Reykjavík var.

24. okt. 2015 : Fréttatilkynning

Vegna frétta ýmissa fjölmiðla þann 23. október 2015  um að ákvörðun setts forsætisráðherra um friðlýsingu hafnargarðs á Austurbakka í Reykjavík hafi komið degi of seint vill Minjastofnun Íslands koma eftirfarandi á framfæri.

23. okt. 2015 : Friðlýsing hafnargarðs á lóðinni Austurbakka 2 í Reykjavík

Settur forsætisráðherra hefur ákveðið að fenginni tillögu Minjastofnunar Íslands að friðlýsa hafnargarð á lóðinni Austurbakka 2 í Reykjavík.

20. okt. 2015 : Námskeið um viðhald og viðgerðir gamalla húsa

Föstudaginn 23. október n.k. verður haldið námskeið um viðhald og viðgerðir gamalla húsa á Byggðasafninu Görðum á Akranesi.

20. okt. 2015 : Starf minjavarðar Austurlands

Umsóknarfrestur rennur út þriðjudaginn 20. október.

19. okt. 2015 : Styrkir úr húsafriðunarsjóði 2016

Nú er tekið á móti umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði árið 2016. Hægt er að sækja um til 1. desember 2015.

13. okt. 2015 : Kynningarefni um verndarsvæði í byggð

Forsætisráðuneytið og Minjastofnun Íslands hafa nú farið um landið og kynnt innihald og framkvæmd laga um verndarsvæði í byggð fyrir sveitarstjórnarfólki og minjaráðsfulltrúum. Efni erindanna er nú aðgengilegt.

25. sep. 2015 : Starf minjavarðar Austurlands laust til umsóknar

Minjastofnun Íslands auglýsir laust til umsóknar starf minjavarðar Austurlands.
Umsóknarfrestur er til 20. október.

25. sep. 2015 : Fréttatilkynning - Tillaga að friðlýsingu hafnargarðs á lóðinni Austurbakki 2 í Reykjavík

Minjastofnun Íslands hefur með ákvörðun á grundvelli 18., 19. og 20. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 lagt til við forsætisráðherra að hafnargarður á lóðinni Austurbakki 2 í Reykjavík verði friðlýstur.

11. sep. 2015 : Skyndifriðun hafnargarðsins

Minjastofnun hefur með hliðsjón af 20. gr. laga nr. 80/2012 um menningarminjar skyndifriðað hafnargarð við Austurhöfn til að tryggja að minjunum verði ekki spillt, þær glatist eða gildi þeirra rýrt á einhvern hátt.

26. ágú. 2015 : Tvö ný bindi um friðaðar kirkjur eru komin út

Út eru komin 24. og 25. bindi í ritröðinni Kirkjur Íslands. Að útgáfunni standa Minjastofnun Íslands, Þjóðminjasafn Íslands og Biskupsstofa. Meðútgefandi og dreifingaraðili er Hið íslenska bókmenntafélag.

26. ágú. 2015 : Málstofa og sýning um friðaðar kirkjur í Múlaprófastsdæmi

Í tilefni þess að út eru komin tvö ný bindi – hið tuttugasta og fjórða og fimmta – í ritröðinni Kirkjur Íslands býður Minjastofnun Íslands, Þjóðminjasafn Íslands, Biskupsstofa og Hið íslenska bókmenntafélag til málstofu og opnunar sýningar á Egilsstöðum laugardaginn 5. september kl. 15:00. 

18. ágú. 2015 : Friðlýsing Hvanneyrartorfunnar

Þann 11. júlí staðfesti forsætisráðherra tillögu Minjastofnunar að heildarfriðlýsingu Hvanneyrar í Borgarfirði, þ.e. Hvanneyrartorfunnar svokölluðu. Frumkvæðið að friðlýsingunni kemur frá heimamönnum og tók friðlýsingarferlið rúmt ár. Friðlýsingin markar tímamót í sögu hús- og minjaverndar á Íslandi þar sem slík heild hefur aldrei áður verið friðlýst.

31. júl. 2015 : Fornleifarannsóknir á Vestfjörðum

Laugardaginn 8. ágúst n.k. munu þau Einar Ísaksson, minjavörður Vestfjarða, og  Gunnþóra Guðmundsdóttir, arkitekt, taka þátt í málstofu um fornleifarannsóknir á Vestfjörðum.

25. jún. 2015 : Fjárúthlutun ríkisins til brýnnar uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum

Minjastofnun Íslands fékk úthlutað rúmlega 100 milljónum til brýnnar uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum sem eru í eigu eða umsjón ríkisins. Verður þeim fjármunum varið í verkefni á 17 minjastöðum um land allt og fer Minjastofnun með framkvæmd og fjármál verkefnanna.

19. jún. 2015 : Leiðrétting - viðburður Þingborgar í bæklingi menningarminjadagsins

Ranglega er sagt að viðburður Þingborgar, ullarvinnslu, sé laugardaginn 20. júní, hið rétta er að viðburðurinn er 27. júní. Beðist er velvirðingar á þessari villu.