Fréttir


Fréttir: ágúst 2015

Fyrirsagnalisti

26. ágú. 2015 : Tvö ný bindi um friðaðar kirkjur eru komin út

Út eru komin 24. og 25. bindi í ritröðinni Kirkjur Íslands. Að útgáfunni standa Minjastofnun Íslands, Þjóðminjasafn Íslands og Biskupsstofa. Meðútgefandi og dreifingaraðili er Hið íslenska bókmenntafélag.

26. ágú. 2015 : Málstofa og sýning um friðaðar kirkjur í Múlaprófastsdæmi

Í tilefni þess að út eru komin tvö ný bindi – hið tuttugasta og fjórða og fimmta – í ritröðinni Kirkjur Íslands býður Minjastofnun Íslands, Þjóðminjasafn Íslands, Biskupsstofa og Hið íslenska bókmenntafélag til málstofu og opnunar sýningar á Egilsstöðum laugardaginn 5. september kl. 15:00. 

18. ágú. 2015 : Friðlýsing Hvanneyrartorfunnar

Þann 11. júlí staðfesti forsætisráðherra tillögu Minjastofnunar að heildarfriðlýsingu Hvanneyrar í Borgarfirði, þ.e. Hvanneyrartorfunnar svokölluðu. Frumkvæðið að friðlýsingunni kemur frá heimamönnum og tók friðlýsingarferlið rúmt ár. Friðlýsingin markar tímamót í sögu hús- og minjaverndar á Íslandi þar sem slík heild hefur aldrei áður verið friðlýst.