Fréttir


Fréttir: júní 2017

Fyrirsagnalisti

28. jún. 2017 : Fjórða fréttabréf ársins

Fjórða fréttabréf Minjastofnunar á árinu 2017 er komið út.

28. jún. 2017 : Kirkjur Íslands - þrjú ný bindi

Nýlega komu út þrjú ný bindi í ritröðinni Kirkjur Íslands, númer 26, 27 og 28. Bindin þrjú fjalla um 28 kirkjur í Vestfjarðaprófastsdæmi ásamt gripum þeirra og minningarmörkum. 

22. jún. 2017 : Skipun fornminjanefndar

Mennta- og menningarmálaráðherra skipaði nýja fornminjanefnd með bréfi dagsettu 8. júní 2017.

19. jún. 2017 : Vegna umsagnar Minjastofnunar Íslands um nýbyggingu á lóð Gamla Garðs

Minjastofnun Íslands veitti, að beiðni skipulagshöfunda, umsögn um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands þar sem gert er ráð fyrir nýbyggingu á lóð Gamla Garðs við Hringbraut. Að mati stofnunarinnar hefur fyrirhuguð uppbygging íbúða á lóð Gamla Garðs í för með sér veruleg og neikvæð umhverfisáhrif þar sem listrænt mikilvægri skipulagsheild er raskað með óafturkræfum hætti.

13. jún. 2017 : Ársfundur forstöðumanna minjastofnana í Evrópu haldinn á Íslandi

Dagana 7.-9. júní var árlegur fundur nets forstöðumanna minjastofnana í Evrópu, European Heritage Heads Forum (EHHF), haldinn á Íslandi. Í neti forstöðumannanna eru fulltrúar 29 landa. Fundurinn á Íslandi var 12. ársfundur EHHF. Yfirskrift fundarins var: Our common Heritage – Sharing the responsibility .  Bæði voru fluttir fyrirlestrar og unnið í umræðuhópum á fundinum og fóru fundarhöld fram í Norðurljósasal Hörpu. Farið var með gestina á Bessastaði og í skoðunarferð um Þjórsárdal og nágrenni.

12. jún. 2017 : Þriðja fréttabréf ársins

Út er komið nýtt fréttabréf Minjastofnunar Íslands.

2. jún. 2017 : Friðaðar kirkjur í Vestfjarðaprófastsdæmi

Boðið er til málstofu og opnun sýningar í tilefni þess að komin eru út þrjú ný bindi í ritröðinni Kirkjur Íslands, sem fjalla um friðaðar kirkjur í Vestfjarðaprófastsdæmi.