Fréttir


Fréttir: 2018

Fyrirsagnalisti

11. des. 2018 : Styrkur til fjarvinnsluverkefnis á Djúpavogi

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra veitti nýverið verkefnastyrki vegna fjarvinnslustöðva, á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Minjastofnun Íslands fékk styrk upp á 21 milljón króna til eins af þeim fjórum verkefnum sem styrkt voru að þessu sinni.

6. des. 2018 : Viðurkenning Minjastofnunar 2018

Landeigendur á Láganúpi og í Kollsvík í Vesturbyggð hljóta viðurkenningu fyrir varðveislu og miðlun menningararfs í Kollsvík

5. nóv. 2018 : Kirkjur Íslands - þrjú ný bindi

Kirkjur-Islands_29

Út eru komin þrjú síðustu bindin í ritröðinni Kirkjur Íslands, sem hóf göngu sína árið 2001. 
 

 

15. okt. 2018 : Víkurgarður (Gamli kirkjugarðurinn við Aðalstræti) - undirbúningur friðlýsingar

Minjastofnun Íslands hefur ákveðið að hefja undirbúning tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um friðlýsingu Víkurkirkjugarðs (Fógetagarðs) við Aðalstræti í Reykjavík (landnr. 100854). Samkvæmt 18. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 má friðlýsa fornleifar sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi.

7. sep. 2018 : Ferð um Vestfirði

Húsafriðunarnefnd ásamt forstöðumanni og starfsmönnum umhverfis- og skipulagssviðs Minjastofnunar fór í vettvangsferð um norðanverða Vestfirði dagana 3. til 5. september í þeim tilgangi að skoða ýmis hús og mannvirki þar sem unnið er að endurbótum á með stuðningi húsafriðunarsjóðs.

12. júl. 2018 : Útslit í Menningarminjakeppni grunnskólanna

Síðastliðinn fimmtudag, 5. júlí, voru veitt verðlaun fyrir hlutskarpasta verkefnið í Menningarminjakeppni grunnskólanna sem Minjastofnun Íslands stóð fyrir í tilefni af Menningararfsári Evrópu 2018. Menningarminjakeppnin er hluti af stærri keppni Evrópuráðsins, European Heritage Makers Week, og var vinningsverkefnið lagt inn í þá keppni einnig.

5. jún. 2018 : Minjaslóð - smáforritið opnað formlega

Laugardaginn 2. júní var opnað formlega nýtt smáforrit um sögu Reykjavíkurhafnar, sem nefnist Minjaslóð. Opnunin var hluti af Hátíð hafsins en hún var einnig liður í dagskrá 100 ára fullveldisafmælis Íslands og Menningararfsárs Evrópu. Sá Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra um að opna forritið formlega.

30. maí 2018 : Opnun smáforrits um sögu Reykjavíkurhafnar - Minjaslóð

Laugardaginn 2. júní kl. 14, á Hátíð hafsins, verður opnað nýtt smáforrit um sögu hafnarsvæðisins í Reykjavík sem kallast Minjaslóð.

28. maí 2018 : Minjastofnun lokuð eftir hádegi þriðjudaginn 29. maí

Minjastofnun verður lokuð eftir hádegi þriðjudaginn 29. maí vegna doktorsvarnar starfsmanns.

7. mar. 2018 : Starfsmannamál

Þó nokkrar breytingar eiga sér stað nú þessar vikurnar í starfsmannamálum hjá Minjastofnun. 

30. jan. 2018 : Setning Menningararfsárs Evrópu

Þriðjudaginn 30. janúar var Menningararfsár Evrópu sett formlega á Íslandi.