Fréttir


6. nóv. 2017

Ársfundur Minjastofnunar

Ársfundur Minjastofnunar Íslands 2017 verður haldinn á Hótel Sögu, Kötlusal, fimmtudaginn 23. nóvember kl. 08:30-12:00. Fundurinn er morgunverðarfundur og hefst morgunverður kl. 08:30 en fundurinn sjálfur kl. 09:00. Athugið að nauðsynlegt er að skrá þátttöku sína á fundinum. Sjá upplýsingar hér neðst.

Dagskrá:

08:30 – Morgunverður hefst

09:00 – Forstöðumaður Minjastofnunar, Kristín Huld Sigurðardóttir, setur fundinn

09:10 – Sigrún Magnúsdóttir – „Sjö húsakynni Hallgríms Scheving“

09:40 – Kynning á stefnu Minjastofnunar Íslands

09:50 – Minjaverndarviðurkenning

10:00 – Verndarsvæði í byggð

10:15 – Inngangur að pallborðsumræðum – Páll Líndal

10:30 – Pallborðsumræður – Menningarminjar og skipulag í þéttbýli


Skráning á fundinn fer fram hér

Nauðsynlegt er að skrá sig þar sem um morgunverðarfund er að ræða. 

Skráningu lýkur á hádegi föstudaginn 17. nóvember.