Fréttir


20. nóv. 2019

Ársfundur Minjastofnunar Íslands 2019

1-MI-ADAL_is300dpi_1551179183296Ársfundur Minjastofnunar Íslands 2019, Menningarminjar í hættu, verður haldinn á Hótel Sögu, salnum Kötlu, fimmtudaginn 28. nóvember.

Boðið verður upp á morgunverð frá kl. 8:30.

Fundurinn hefst kl. 9:00 og stendur til kl. 12:00.

Auk erinda og umræðu í tengslum við meginefni fundarins verður veitt viðurkenning fyrir ötult starf í þágu minjaverndar. Fundarstjóri er Ragnhildur Vigfúsdóttir. 


Dagskrá

08:30 - Morgunverður

09:00 - Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands: Ávarp

09:05 - Minjaverndarviðurkenning Minjastofnunar 2019

09:15 - Guðný Gerður Gunnarsdóttir, minjavörður Reykjavíkur og nágrennis: Byggð í hættu

09:25 - Pétur H. Ármannsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs hjá Minjastofnun: Hús í hættu

09:35 - Þór Hjaltalín, sviðsstjóri minjavarðasviðs hjá Minjastofnun og minjavörður Reykjaness: Minjar í hættu - herminjar og aðrar „ungar minjar“

09:45 - Hlé/kaffi

10:00 Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands: Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi - Skýrsla vísindanefndar 2018

10:30 - Guðmundur Stefán Sigurðarson, minjavörður Norðurlands vestra: Áhrif loftslagsbreytinga á menningarminjar

10:40 - Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í líffræði við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands: Áhrif skógræktar á landslag og líffræðilega fjölbreytni

11:10 - Pallborðsumræður


Skráning á fundinn fer fram hér .

Örfá sæti laus!

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!


20150630_145726-003-