Fréttir


11. sep. 2020

Friðlýsing á menningarlandslagi við Álfsnes á ekki að hindra lagningu Sundabrautar.

Af gefnu tilefni vill Minjastofnun koma því á framfæri að áform um friðlýsingu menningar- og búsetulandslags við Þerneyjarsund, í Þerney og á Álfsnesi á ekki að hindra lagningu Sundabrautar. Við gerð friðlýsingatillögunar, fyrr á árinu, var tekið tillit til þeirra valkosta sem lágu fyrir varðandi lagningu brautarinnar á þann hátt að friðlýsingin útilokaði ekki gerð hennar.