Fréttir


14. jan. 2020

Friðlýsing flugskýlis 1 á Reykjavíkurflugvelli

Flugskyli-og-turn_RVI-644-06_klipptÁ föstudaginn, 10. janúar síðastliðinn, friðlýsti mennta-og menningarmálaráðherra flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli.

Flugskýli 1 er fyrsta stóra flugskýlið sem byggt var á Reykjavíkurflugvelli. Það er eitt fimm flugskýla af gerðinni T-2 sem smíðuð voru og reist á Reykjavíkurflugvelli fyrir breska herinn og standa fjögur þeirra enn. Flugskýli 1 var byggt árið 1941 og er eitt elsta mannvirkið á Reykjavíkurflugvelli og tengist sem slíkt bæði sögu hernámsáranna og flugsögu Íslands. Flest flugfélög sem starfað hafa hér á landi hafa haft aðstöðu í húsinu á ólíkum tímabilum. Skýlið stendur við hlið gamla flugturnsins (byggður árið 1940) sem er friðlýst bygging. Saman mynda skýlið og turninn merka minjaheild frá árum seinni heimsstyrjaldar sem hefur fágætisgildi á landsvísu.

20170815_161107_1502875954035_resized

Friðlýsingin á flugskýli 1 tekur til stálburðargrindar og upprunalegra rennihurða á göflum skýlisins. Undanskildar ákvæðum friðlýsingar eru seinni tíma breytingar: viðbyggingar og klæðningar utan- sem og innanhúss.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um minjar á flugvallarsvæðinu í skýrslu Borgarsögusafns Reykjavíkur frá árinu 2013: Fornleifaskráning og húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur (skýrslanr. 161) .

20170815_161232_1502875952010_resized