Fréttir


5. nóv. 2018

Kirkjur Íslands - þrjú ný bindi

  • Kirkjur-Islands_29

Út eru komin þrjú síðustu bindin í ritröðinni Kirkjur Íslands, sem hóf göngu sína árið 2001. Bækurnar eru grundvallarrit um þær 216 kirkjur sem friðaðar er Íslandi, þar sem horft er á þær frá sjónarhóli byggingarlistar, stílfræði og þjóðminjavörslu. Í máli og myndum er fjallað um kirkjurnar sjálfar ásamt kirkjugripum og minningarmörkum. 

Í bindum 29 og 30 er fjallað um Skálholtsdómkirkju annars vegar og Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd hins vegar, en þessar kirkjur voru friðlýstar eftir að bækur um viðkomandi prófastsdæmi komu út. 

Höfundar 29. bindis um Skálholtsdómkirkju eru Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður og nú fræðimaður hjá Þjóðminjasafni Íslands, Pétur H. Ármannsson arkitekt, listfræðingarnir Guðbjörg Kristjánsdóttir og Ásdís Ólafsdóttir, Guðmundur Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri kirkjugarðaráðs og Guðlaug Vilbogadóttir, sérfræðingur á Minjastofnun Íslands. 

Bókin er prýdd fjölda ljósmynda, sem þeir Ívar Brynjólfsson ljósmyndari Þjóðminjasafns og Kirkjur-Islands_30Guðmundur Ingólfsson, Ímynd, hafa tekið, og uppdráttum að Skálholtsdómkirkju eftir Hörð Bjarnason, Magnus Poulsson og Sigurð Guðmundsson, sem veita skýra innsýn í mótunarsögu kirkjunnar og tilurð. Þá eru birtar teikningar erlendra listamanna af eldri kirkjum staðarins og kirkjugripum, að ógleymdum kortum af Skálholtsstað, bæði gömlum og nýjum. 

Efni í 30. bindi um Hallgrímskirkju í Saurbæ er eftir þau Björk Ingimundardóttur skjalavörð, Pétur H. Ármannsson arkitekt, Lilju Árnadóttur, sviðsstjórs munasafns Þjóðminjasafns, Guðmund Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóra kirkjarðaráðs og Guðlaugu Vilbogadóttur, sérfræðing á Minjastofnun Íslands. 

Fjöldi ljósmynda, sem Ívar Brynjólfsson ljósmyndari Þjóðminjasafns hefur tekið, prýða bókina ásamt uppdráttum að Hallgrímskirkju í Saurbæ, sumum eftir Guðjón Samúelsson, húsameistara ríkisins, öðrum eftir Sigurð Guðmundsson arkitekt, ýmist einanKirkjur-Islands_31 eða í samvinnu við Eirík Einarsson arkitekt. 

Lokabindi ritraðarinnar, það 31., er í tveimur hlutum. Í fyrri hlutanum eru þrjár yfirlitsgreinar um íslenskar kirkjubyggingar, steinhlaðnar kirkjur, torf- og timburkirkjur og steinsteypukirkjur. Í seinni hlutanum eru skrár sem taka til allra binda ritverksins, 1-31, skrá um hagleiksfólk, sem kom að byggingu friðaðra kirkna eða á gripi í þeim, Því næst eru þrjár samfelldar skrár um 1) höfunda, 2) ljósmyndara, 3) húsameistara, teiknara og mælingamenn. Aftan við skrárnar eru leiðréttingar og viðbætur, sem flestar hafa birst áður en er nú safnað saman í einn bálk. Aftast eru orðskýringar með nokkrum skýringarmyndum. Höfundar eru arkitektarnir Guðmundur L. Hafsteinsson, sviðsstjóri húsasafns Þjóðminjasafns Íslands, Pétur H. Ármannsson og Þorsteinn Gunnarsson og Jón Torfason skjalavörður. 

Útgefendur ritraðarinnar í heild sinni eru Minjastofnun Íslands, Biskupsstofa og Þjóðminjasafn Íslands ásamt Hinu íslenska bókmenntafélagi, sem annast dreifingu bókanna. Ritstjórar eru Þorsteinn Gunnarsson og Jón Torfason.