Fréttir


7. nóv. 2022

Kynningar- og umræðufundur vegna fornminjanefndar og fornminjasjóðs

Fornminjanefnd ásamt starfsm. Minjastofnunar Íslands býður áhugasömum til sérstaks kynningar- og umræðufundar föstudaginn 11. nóvember kl. 9 í kjallara Minjastofnunar Íslands.

Á fundinum verða meðal annars kynntar nýuppfærðar úthlutunarreglur fornminjasjóðs og vinnureglur fornminjanefndar.

Að því loknu er verður opnað fyrir samtal um það sem kann að brenna á fundargestum.

Allir áhugasamir sem hyggjast sækja um í fornminjasjóð eru hvattir til að mæta á fundinn og/eða taka þátt á Zoom.

Þeir sem hyggjast mæta á staðinn eru beðnir um að skrá sig hér https://www.surveymonkey.com/r/KCXZTG5 til þess að hægt sé að gera ráð fyrir nægilega mörgum sætum. Þeir sem vilja taka þátt á Zoom geta opnað fundinn á eftirfarandi hlekk þegar að fundi kemur: https://us06web.zoom.us/j/84871523417

Hlökkum til að sjá ykkur

F.h. fornminjanefndar

Andrés Skúlason formaður