Fréttir


5. sep. 2022

Kynnisferð til Rómar

20220831_205813Dagana 31. ágúst - 4. september var þorri starfsmanna Minjastofnunar í kynnisferð í Róm á Ítalíu. Tilgangur slíkra kynnisferða er að fræðast um starfsemi fagstofnana og annarra tengdra aðila og kynnast áskorunum, lausnum og verkefnum sem geta nýst í starfi stofnunarinnar.

20220831_194615Fyrsta kvöldið var farið í gönguferð undir leiðsögn Ingólfs Níelsar Árnasonar þar sem mörg helstu kennileiti Rómar voru skoðuð, s.s. Trevi brunnurinn, Spænsku tröppurnar og Pantheon. Aðrar og faldari perlur voru einnig skoðaðar, t.a.m. minjar um vatnsveitu og byggð í Róm frá því fyrir Krist sem varðveittar eru í kjallara hátískuverslunarmiðstöðvarinnar Rinascente. Þar má einnig sjá tilkomumikla margmiðlunarkynningu á minjunum og sögu þeirra. 


20220901_105137_HDR

Fimmtudaginn 1. september fékk hópurinn kynningu á starfsemi ICCROM, en höfuðstöðvar þess eru í Trastevere hverfinu í Róm. Þar var einnig boðið upp á skoðunarferð um stærsta minjavörslubókasafn í heimi sem og skjalasafn og sýnageymslur. Hér má sjá frétt á heimasíðu ICCROM um heimsóknina




20220902_103722Föstudagurinn 2. september var nýttur í kynnisferð um Herculaneum. Þar tóku á móti hópnum Fransesco Sirano, forstjóri, og Ottavia Semerari, sérfræðingur hjá varðveisluteymi Herculaneum Conservation Project. Hópurinn fékk yfirgripsmikla fræðslu um rannsóknir í Herculaneum, þær áskoranir sem takast þarf á við í tengslum við verndun og viðhald og samfélagsmiðaðar aðgerðir sem ætlað er að styrkja tengsl íbúa svæðisins við minjastaðinn.

20220902_112912




Ferðin var fróðleg, áhugaverð og skemmtileg og kemur starfsfólk Minjastofnunar nú endurnært til starfa, uppfullt af nýjum upplýsingum og góðum hugmyndum.