Fréttir


14. feb. 2022

Minjastaðir í þrívídd

Þrír friðlýstir staðir á Reykjanesskaga: Húshólmi, Selatangar og útilegumannabyrgin í Sundvörðuhrauni

Í kjölfar jarðhræringa á Reykjanesskaga á síðasta ári fóru starfsmenn Minjastofnunar og NIKU (Norsk institutt for kulturminneforskning) á þrjá friðlýsta minjastaði með það að markmiði að búa til þrívíddarlíkön af stöðunum. Þessir staðir voru Húshólmi og Selatangar, við suðurströndina, og útilegumannabyrgin í Sundvörðuhrauni í grennd við Eldvörp. Verkefnið var frumraun Minjastofnunar í gerð þrívíddarlíkana en í framtíðinni er stefnt að því að vinna fleiri slík líkön af menningarminjum af ýmsu tagi. Samvinnuverkefnið með NIKU reyndist afar farsælt og voru gerð alls 10 líkön sem hægt er að skoða hér.

Minjastofnun Íslands þakkar NIKU innilega fyrir gott samstarf og Antikva ehf. fyrir að koma á sambandi við sérfræðingana frá Noregi.

3D-Selatangar