Fréttir


7. des. 2011

Kirkjur Íslands, 17. bindi - útgáfukynning

 

Í tilefni þess að út er komið nýtt bindi – hið sautjánda – í ritröðinni Kirkjur Íslands býður Húsafriðunarnefnd, Þjóðminjasafn Íslands, Biskupsstofa, Suðurprófastsdæmi og Hið íslenska bókmenntafélag til útgáfukynningar í Safnaðarheimili Oddasóknar, Dynskálum 8 á Hellu föstudaginn 9. desKI 17ember kl. 16.00.

 

Á kynningunni munu þrír höfundar flytja stutt erindi:

1. Svavar Sigmundsson, fyrrverandi forstöðumaður Örnefnastofnunar Íslands: Komið við á kirkjustöðum.

2. Júlíana Gottskálksdóttir listfræðingur: Rögnvaldur Ólafsson húsameistari og kirkjur hans.

3. Þóra Kristjánsdóttir listfræðingur: Ámundi Jónsson snikkari og nokkur verka hans.

Kynnir er Þorsteinn Gunnarsson ritstjóri.

Að erindum loknum mun séra Halldóra J. Þorvarðardóttir prófastur opna sýningu um kirkjur, gripi og minningarmörk sem byggir á ritverkinu.

 

Kirkjur Íslands er grundvallarrit um friðaðar kirkjur á Íslandi þar sem horft er á þær frá sjónarhóli byggingarlistar, stílfræði og þjóðminjavörslu. Í máli og myndum er fjallað um kirkjurnar sjálfar ásamt kirkjugripum og minningarmörkum. Kirkjur Íslands eru glæsilegar listaverkabækur sem opna sýn inn í mikilvægan þátt í íslenskri menningarsögu. Til útgáfunnar var stofnað í tilefni af 1000 ára afmæli kristnitöku á Ísland. Áætlað er að bókaflokkurinn verði 27 bindi og útgáfunni ljúki 2015.

 

Að útgáfunni standa Húsafriðunarnefnd, Þjóðminjasafn Íslands og Biskupsstofa. Meðútgefandi og dreifingaraðili er Hið íslenska bókmenntafélag.