Fréttir


27. júl. 2012

Það er kúnst að lesa í húsSunnudaginn 29. júlí verður dagskrá Árbæjarsafns tileinkuð viðhaldi og viðgerðum á gömlum húsum. Öll hús þarfnast viðgerðar og
viðhalds og er það ákveðin kúnst að lesa í gömul hús og sjá hvað gengur upp og hvað ekki.

Opið verður frá kl. 13.00 í Húsverndarstofu þar sem gestir geta fengið ráðgjöf arkitekts varðandi viðhald og viðgerðir gamalla húsa og jafnframt verður opið á sýninguna Farfi og fegurð, er fjallar um sögu húsamálunnar. Þar mun málarameistari leiðbeina gestum í notkun réttra efni í húsamálun. Þá gefst gestum einnig kostur að skoða viðgerð á Ívarsseli, einu af safnhúsunum, undir leiðsögn byggingarstjóra. Þá verður gestum boðið upp á leiðsögn um safnsvæðið þar sem fjallað verður sérstaklega um byggingarlag húsanna sem þar standa. Fyrir yngstu kynslóðina verður boðið upp á ratleik um safnið.