Fréttir


26. okt. 2012

Miðlun og menning - ráðstefna og námskeið

Menningararfurinn í þrívídd5. nóvember næstkomandi mun verða haldin ráðstefna um miðlun menningararfsins með áherslu á myndræna framsetningu.

Undanfarin ár hafa Fornleifavernd ríkisins og Húsafriðunarnefnd tekið þátt í evrópsku verkefni, CARARE (www.carare.eu), en meginmarkmið verkefnisins er að gera stafræn gögn um fornleifar og byggingararfinn aðgengileg í gegnum evrópsku vefgáttina Europeana (www.europeana.eu). Framlag Fornleifaverndar og Húsafriðunarnefndar til verkefnisins eru gagnasöfn um friðuð hús og friðlýstar fornleifar.

 Í tilefni þessa viljum við halda ráðstefnu þar sem við munum kynna okkar þátt í verkefninu en notum einnig tækifærið til að kalla saman aðila sem eru að vinna að áhugaverðum verkefnum tengdum menningararfinum. Nokkur áhersla verður lögð á þá möguleika sem þrívíddin gefur okkur til að upplifa og rannsaka menningarminjar.

Sérstakur gestur ráðstefnunnar er Daniël Pletinckx sem unnið hefur að fjölmörgum verkefnum tengdum uppbyggingu þrívíddar-gagna á minjastöðum. Hann fór fyrir teymi innan CARARE sem vann að lausnum um stöðlun þrívíddargagna fyrir vefgáttina Europeana og mun hann kynna þá vinnu. 6. nóvember mun hann halda námskeið fyrir áhugasama um þetta efni ásamt því sem hann fjallar um gerð þrívíddargagna og vandamál því tengdu.

Ráðstefnan er öllum opin og hvetjum við alla áhugamenn um miðlun menningararfsins að mæta.

Ráðstefnan verður haldin á Hótel Plaza, Aðalstræti 4 og hefst með kaffisopa klukkan 9.30.

Fundarstjóri:  Sigurður Bergsteinsson minjavörður Norðurlands eystra

Dagskrá:

 

Kl. 9.30 – 10.00    Boðið upp á kaffisopa

Kl. 10.00 – 10.10  Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins, býður gesti velkomna

Kl. 10.10 – 10.30  Sólborg Una Pálsdóttir, deildarstjóri skráningarmála hjá Fornleifavernd ríkisins, og Karl Emil Karlsson,

                                 tölvunarfræðinemi: Carare – framlag Íslendinga

Kl. 10.30 – 11.00   Daniël Pletinckx, verkfræðingur og sérfræðingur í upplýsingatækni: 3D in Europeana, today and tomorrow

Kl. 11.00 – 11.30    Umræður

Kl. 11.30 – 13.00    Hádegishlé

Kl. 13.00 – 13.10    Guðmundur Ólafsson, fornleifafræðingur og fagstjóri fornleifa hjá Þjóðminjasafni Íslands: Þrívíddarmælingar á 

                                   fornleifum í Surtshelli                              

Kl. 13.10 – 13.30   Vala Gunnarsdóttir, mastersnemi í safnafræði í Háskóla Íslands: 

                                  Þrívíð tilgátuteikning af klausturhúsum skriðuklausturs

Kl. 13.30 – 13.50   Óskar G. Sveinbjörnsson, land- og fornleifafræðingur:

                                  Hvað viljum við skrá í gagnagrunna? Vangaveltur um rústalíkön og gripalíkön

Kl. 13.50 - 14.20     Boðið upp á kaffisopa 

Kl. 14.20 – 14.40    Páll Heimir Pálsson, hönnuður og ráðgjafi: Þrívíðar byggingar í Sketchup 

Kl. 14.40 – 15.00    Snævar Már Jónsson, kvikmyndagerðarmaður: Reykjavík Walk - fyrstu skref minjaverndar á stafrænu formi

Kl. 15.00 – 15.30    Umræður og ráðstefnuslit

 

Í framhaldi af ráðstefnunni mun Daniël Pletinckx halda námskeið um gerð þrívíddargagna, aðferðafræði og stöðlun. Námskeiðið verður haldið á Árbæjarsafni, þriðjudaginn 6. nóvember frá kl. 10.00 til 16.00.

Hér er hlekkur á skráningu á ráðstefnuna og námskeiðið: SKRÁNING

Takmarka verður fjölda þátttakenda á námskeiðið svo það er um að gera að skrá sig sem fyrst.

 

Nánari upplýsingar gefa Guðlaug Vilbogadóttir, gulla@husafridun.is, Sigurður Bergsteinsson, sigurdur@fornleifavernd.is, og Sólborg Una Pálsdóttir, solborg@fornleifavernd.is