Fréttir


2. jan. 2013

Minjastofnun Íslands


Lög um menningarminjar nr. 80/2012 tóku gildi 1. janúar 2013. Samkvæmt þeim voru Húsafriðunarnefnd og Fornleifavernd ríkisins sameinaðar í nýja stofnun, Minjastofnun Íslands. Forstöðumaður hinnar nýju stofnunar er Kristín Huld Sigurðardóttir.

Símanúmer Minjastofnunar Íslands eru fyrst um sinn 555 6630 (m.a. forstöðumaður og málefni tengd fornleifum) og 570 1300 (málefni tengd húsvernd og húsafriðun).