Fréttir


15. feb. 2013

Skipun húsafriðunarnefndar


Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað húsafriðunarnefnd, sbr. ákvæði 9. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 sem tóku gildi 1. janúar 2013.

Húsafriðunarnefnd er þannig skipuð:

Magnús Skúlason formaður, skipaður án tilnefningar
Margrét Leifsdóttir varaformaður, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Gunnþóra Guðmundsdóttir tilnefnd af Arkitektafélagi Íslands
Pétur Ármannsson tilnefndur sameiginlega af ICOMOS, ICOM og FÍSOS
Hanna Rósa Sveinsdóttir skipuð án tilnefningar.

Varamenn eru:
Snorri Freyr Hilmarsson skipaður án tilnefningar
Sigríður Sigurðardóttir skipuð án tilnefningar
Margnús Karel Hannesson tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Sigurður Einarsson tilnefndur af Arkitektafélagi Íslands
Sigríður Björk Jónsdóttir tilnefndu sameiginlega af ICOMOS, ICOM og FÍSOS