Fréttir


11. des. 2013

Verndun, viðhorf og væntingar

Morgunverðarfundur Minjastofnunar Íslands

Fimmtudaginn 28. nóvember 2013 bauð Minjastofnun Íslands til morgunverðarfundar á Hótel Sögu sem bar yfirskriftina VERNDUN, VIÐHORF OG VÆNTINGAR.


Á fundinum voru haldin eftirtalin erindi:Morgunverðarfundur 2013

Steinunn Halldórsdóttir sérfræðingur hjá forsætisráðuneytinu flutti ávarp fyrir hönd forsætisráðuneytisins.

Deborah Lamb Director of National Advice and Information hjá English Heritage sagði frá verndarsvæðum í byggð á Englandi (Conservation Areas). 

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar fjallaði um viðhorf og væntingar sveitarstjórnarmanna til minjavörslu.

Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands gerði grein fyrir áherslum og framtíðarsýn Minjastofnunar næstu árin.

Að loknum erindum tóku fundargestir þátt í hringborðsumræðum um efni erindanna og annað sem þeir vildu koma á framfæri. Margvíslegar gagnlegar ábendingar komu fram sem munu nýtast Minjastofnun Íslands í áframhaldandi þróunarvinnu og stefnumörkun.

Fundargestir voru um 70 talsins og fundarstjóri var Þórdís Jóna Sigurðardóttir hjá þekkingarfyrirtækinu Capacent.