Fréttir


17. des. 2013

Lokað milli hátíða

Allar skrifstofur Minjastofnunar Íslands verða lokaðar milli jóla og nýárs.

Hægt verður að ná í forstöðumann, Kristínu Huld Sigurðardóttur, í síma 893 6631. 

Öllum erindum sem berast í tölvupósti til stofnunarinnar verður svarað eins fljótt og kostur er. 

Samkvæmt úthlutunarreglum fornminja- og húsafriðunarsjóðs er heimilt vegna sérstakra aðstæðna, að veita frest til greiðslu styrks til 1. júní á næsta ári á eftir úthlutun, enda hafi borist formleg beiðni þess efnis frá styrkþega til Minjastofnunar Íslands fyrir lok úthlutunarárs.

Berist slík beiðni á netfangið postur@minjastofnun.is fyrir áramót verður tekin afstaða til beiðnarinnar.

Við Tjörnina í Reykjavík