Fréttir


18. mar. 2014

Úthlutanir úr fornminjasjóði árið 2014


Minjastofnun Íslands hefur úthlutað styrkjum úr fornminjasjóði árið 2014. Alls bárust 68 umsóknir um styrki þar sem sótt var um rúmlega 170 milljónir króna. Að þessu sinni var ákveðið að veita styrki til 21 verkefnis, samtals að upphæð 27.450.000 kr. 

Við úthlutun styrkja var tekið tillit til faglegrar umsagnar fornminjanefndar á styrkumsóknum.

Umsóknir voru metnar með tilliti til:

°         afraksturs og ávinnings

°         vísindalegs, menningarlegs, listræns og/eða tæknilegs gildis og nýnæmis

°         verkefnisstjórnunar, rannsóknaraðferða, verk- og tímaáætlunar

Sótt var um styrki til margra verðugra og mikilvægra verkefna sem reyndist því miður ekki unnt að styrkja á þessu ári.

Allir umsækjendur munu fá send svarbréf vegna styrkumsókna á næstunni. 

Hér má sjá lista yfir veitta styrki.