Fréttir


27. mar. 2014

Útflutningur menningarverðmæta

Umsókn um leyfi til útflutnings menningarminja

Umsóknir um leyfi til flutnings menningarminja úr landi skulu sendar Minjastofnun Íslands á þar til gerðu eyðublaði.

Ekki má flytja úr landi menningarminjar sem teljast til þjóðarverðmæta nema með samþykki ráðherra. Til þjóðarverðmæta teljast hvers konar munir, gripir, myndir, skjöl, handrit og bækur í eigu opinberra stofnana, fyrirtækja, félagasamtaka eða einstaklinga sem hafa sérstaka þýðingu fyrir íslenska þjóðmenningu.

Aðrar innlendar eða erlendar menningaminjar má heldur ekki flytja úr landi, nema formlegt leyfi Minjastofnunar Íslands komi til.