Fréttir


25. jún. 2014

Sérfræðingur á sviði skráningarmála

Oddgeir Isaksen fornleifafræðingur hefur verið ráðinn sérfræðingur á sviði skráningarmála hjá Minjastofnun Íslands. Hann mun taka við af Sólborgu Unu Pálsdóttur í byrjun ágúst nk.Fornleifaskráning

Starfssvið hans verður móttaka, yfirferð og innsetning skráningargagna ásamt eftirliti með skráningu menningarminja og gerð staðla og leiðbeininga fyrir hagsmunaaðila. Hann mun einnig vinna að mótun ferla og verklagsreglna er varða skil á gögnum og miðlun upplýsinga um menningarminjar ásamt öðru starfsfólki Minjastofnunar Íslands.

Oddgeir var valinn úr hópi 61 umsækjanda um starfið.