Fréttir


17. nóv. 2014

Málþing til heiðurs dr. Kristjáni Eldjárn 2014

Laugardaginn 6. desember efnir Félag fornleifafræðinga í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands til málþings á afmælisdegi dr. Kristjáns Eldjárns. Umfjöllunarefni málþingsins er fornleifaskráning í víðum skilningi. Málþingið hefst kl. 13 og fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands og eru allir velkomnir.

Dagskrá:

13:00-13:05     Ármann Guðmundsson formaður Félags fornleifafræðinga setur málþingið.

13:05-13:25     Guðmundur Ólafsson: Upphaf skipulegrar fornleifaskráningar á Íslandi

13:25-13:45     Guðmundur S. Sigurðsson: Frá sjóbúðum til selja

13:45-14:05     Anna Lísa Guðmundsdóttir: Verndun fornleifa í borgarumhverfi: Skráning í miðbæ                                           Reykjavíkur

14:05-14:25     Bryndís Zöega: Geym vel það ei glatast má


Kaffi – Léttar kaffiveitingar í boði Þjóðminjasafns Íslands

 

14:45-15:05     Martin Nouza: Second Home Invasion

15:05-15:25     Oddgeir Isaksen: Kortavefsjá Minjastofnunar Íslands. Sameiginlegt hagsmunamál                                             fornleifafræðinga á Íslandi?

15:25-15:45     Ásta Hermannsdóttir: Lesið í landið – skráning menningarlandslags.

15:45-16:05     Lilja Laufey Davíðsdóttir: Notkun innrauðra loftmynda við fornleifaskráningu

16:05-16:25     Birna Lárusdóttir, Borghildur Sturludóttir og Þórhildur Þórhallsdóttir: Fornleifar og                                       framtíðarsýn: Deiliskipulag á Látrabjargi og nágrenni.

16:25-16:45     Umræður


Útdrætti úr erindum má nálgast hér.