Fréttir


11. maí 2015

Minjastofnun Íslands hástökkvari ársins

Árlega stendur SFR stéttarfélag fyrir könnuninni Stofnun ársins og voru niðurstöður þessa árs kynntar síðastliðinn fimmtudag, 7. maí. Minjastofnun Íslands fékk ásamt tveimur öðrum stofnunum nafnbótina Hástökkvari ársins, en stofnanirnar stukku allar upp um 60 sæti. Minjastofnun var árið 2014 í 104. sæti en er nú í 44. sæti.
Nánari upplýsingar um könnunina og niðurstöður hennar má finna á heimasíðu SFR.