Fréttir


11. sep. 2015

Skyndifriðun hafnargarðsins

Minjastofnun hefur með hliðsjón af 20. gr. laga nr. 80/2012 um menningarminjar skyndifriðað hafnargarð við Austurhöfn til að tryggja að minjunum verði ekki spillt, þær glatist eða gildi þeirra rýrt á einhvern hátt. Stofnunin vinnur nú að gerð tillögu til forsætisráðherra um hvort ástæða sé til að friðlýsa garðinn í samræmi við ákvæði 20. gr. laganna. Hyggst stofnunin skila ráðherra tillögu eigi síðar en 25. september nk., en lögum samkvæmt hefur ráðherra sex vikur frá ákvörðun stofnunarinnar um skyndifriðun til að ákveða hvort friðlýsa skuli hafnargarðinn.
Þar sem sú vinna er að fara af stað og snertir ýmsa hagsmunaaðila mun Minjastofnun Íslands ekki tjá sig frekar opinberlega um málið að sinni, á meðan á málsmeðferðinni stendur.