Fréttir


20. okt. 2015

Námskeið um viðhald og viðgerðir gamalla húsa

Haldin á Akranesi og Egilsstöðum

Föstudaginn 23. október n.k. verður haldið námskeið um viðhald og viðgerðir gamalla húsa á Byggðasafninu Görðum á Akranesi. Föstudaginn 30. október verður námskeiðið haldið á Egilsstöðum. Námskeiðin standa frá kl. 13.00 til 17.00 á föstudegi og 9.00 til 16.00 á laugardegi.

Námskeiðin eru haldin af Iðunni fræðslusetri, Minjastofnun Íslands og Borgarsögusafni.
Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt hjá Minjastofnun verður einn leiðbeinenda á námskeiðunum.

Nánari upplýsingar um námskeið á Akranesi má finna hér.

Nánari upplýsingar um námskeið á Egilsstöðum má finna hér.