Fréttir


11. nóv. 2015

Nýr minjavörður Austurlands

Gengið hefur verið frá ráðningu í stöðu minjavarðar á Austurlandi. Sú sem ráðin var heitir Þuríður Elísa Harðardóttir. Þuríður er þrítug fjölskyldumanneskja með MA próf í fornleifafræði og er hún m.a. ættuð af Austfjörðum. Þuríður hefur ekki eingöngu reynslu af vinnu við fornleifarannsóknir heldur einnig við hús þar sem hún starfaði sem fornleifafræðingur við eyðibýlarannsóknina Eyðibýli á Íslandi sumarið 2012. Þuríður hefur störf í byrjun janúar og mun þá byrja á hefðbundinni þjálfun í höfuðstöðvum í Reykjavík áður en hún flyst austur.

Alls bárust átta umsóknir um starfið og má sjá lista yfir umsækjendur á eftirfarandi vefslóð: http://www.minjastofnun.is/um-stofnunina/frettir/nr/1385