Fréttir


10. maí 2016

Undirritun verndaráætlunar fyrir minjasvæðið í Skálholti

Mánudaginn 2. maí tóku þrír af starfsmönnum Minjastofnunar þátt í málþingi um fornleifar í Skálholti sem haldið var að frumkvæði Skálholtsfélagsins. Fjölluðu Kristín Huld Sigurðardóttir, Ásta Hermannsdóttir og Uggi Ævarsson um ýmsar hliðar minja og minjaverndar í Skálholti, fornleifaskráningu, rannsóknir og verndaráætlun fyrir aðalminjasvæðið í Skálholti. Að auki tóku til máls Mjöll Snæsdóttir, fornleifafræðingur, og Bjarni Harðarson, rithöfundur og sagnaþulur. Málþinginu lauk með því að Kristín Huld, forstöðumaður Minjastofnunar, og Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, undirrituðu ofangreinda verndaráætlun og tók hún þar með gildi.

Verndaráætlunina má nálgast hér.