Fréttir


13. maí 2016

Niðurstöður könnunarinnar Stofnun ársins 2016

Niðurstöður könnunarinnar „Stofnun ársins“ sem SFR framkvæmir árlega voru kynntar í gær. Í fyrra var Minjastofnun einn þriggja hástökkvara ársins en þá fór stofnunin úr 104. sæti árið 2014 upp í 44. sæti árið 2015. Stofnunin gerði sér lítið fyrir og hækkaði enn meira í ár, eða upp í 9. sæti á heildarlista stofnana og upp í 4. sæti á lista lítilla stofnana, þ.e. stofnana með 5-19 starfsmenn (var í 11. sæti árið 2015). Heildarfjöldi stofnana í könnuninni var 142 og heildarfjöldi lítilla stofnana var 16 árið 2016.

Meðal þess sem könnunin leiðir í ljós er að Minjastofnun er í 5. sæti yfir allar stofnanir þegar litið er til starfsanda, 8. sæti þegar kemur að ánægju og stolti annars vegar og jafnrétti hins vegar, 13. sæti sé litið á vinnuskilyrði og 15. sæti þegar kemur að stjórnun.

 

Heildarlista yfir allar stofnanir má finna hér.

Lista yfir röðun lítilla stofnana má finna hér.

Frekari upplýsingar um könnunina má finna hér.