Fréttir


27. okt. 2016

Fróðleikur og tónleikar í Þingeyraklausturskirkju

Haldinn verður fróðleiks- og tónleikadagur í Þingeyraklausturskirkju, sunnudaginn 30. október næstkomandi. Barokksveit Hólastiftis spilar á hátíðinni sem hefst klukkan 15:00. Meðlimir sveitarinnar ætla einnig að sýna hljóðfærin og segja frá sögu barokktónlistar í sögulegu samhengi. Þór Hjaltalín, minjavörður á Norðurlandi vestra, mun greina frá Vatnsdælasögu og stöðum tengdum sögunni í nágrenni Þingeyra og fulltrúi frá Þjóðminjasafni Íslands mun greina frá þeim kirkjugripum sem eru í sögu- og menningarlegum tengslum við Þingeyraklausturskirkju.

Boðið verður upp á kaffiveitingar að lokinni dagskrá.

Sóknarnefnd Þingeyraklausturskirkju og Uppbyggingasjóður Norðurlands vestra standa að hátíðinni.

Sjá nánar hér.