Fréttir


20. jún. 2008

Viðurkenningar Húsafriðunarnefndar

Í hófi sem boðað var til í Iðnó þann 16. júní s.l. veitti Húsafriðunafnd eigendum Verslunar Guðsteins Eyjólfssonar að Laugavegi 34, Reykjavík, og eigendum verslunarinnar Kirsuberjatrésins að Vesturgötu 4, Reykjavík, viðurkenningu fyrir vel varðveittar verslunarinnréttingar. Einnig afhenti nefndin Gísla Halldórssyni arkitekt friðunarskjal frá menntamálaráðherra vegna friðunar hússins að Tómasarhaga 31, Reykjavík.