Fréttir


7. júl. 2008

Sumarferð Húsafriðunarnefndar


Dagana 1. til 3. júlí s.l. fór Húsafriðunarnefnd í sína árlegu sumarferð. Að þessu sinni var farið um Austfirði, frá Höfn í Hornafirði til Egilsstaða, með viðkomu á fjölmörgum stöðum. Var fundað með sveitarstjórnum og þeim sem hafa með að gera endurbætur og viðgerðir á friðuðum og varðveisluverðum húsum á svæðinu.