Fréttir


8. des. 2008

Forn-grísk byggingarlist í Kaupmannahöfn

Þeim sem áhuga hafa á mælingarteikningum og leið eiga um Kaupmannahöfn á næstunni bendir Húsafriðunarnefnd á að 4. desember var opnuð í Thovaldsens-safni í Kaupmannahöfn sýning á mælingarteikningum sem danskir (og íslenskur) arkitektar hafa gert í samvinnu við franska fornleifafræðinga á forn-grískri byggingarlist á tímabilinu 1908-2008. Sýningin verður opin til 1. febrúar 2009.

Sjá nánar á vef safnsins.