Fréttir


16. jún. 2009

Skráningarhugbúnaður fyrir byggða- og húsakannanir

Gerður hefur verið skráningarhugbúnaður fyrir skráningu og mat á varðveislugildi húsa.

Hægt er að nálgast hugbúnaðinn hjá Húsafriðunarnefnd eða fá hann sendan á CD-diski.

Mælst er til þess sérstaklega að þeir sem hlotið hafa styrk úr Húsafriðunarsjóði til að gera byggða- og húsakannana noti þennan hugbúnað við skráninguna en hann stendur öllum til boða endurgjaldslaust.

Húsafriðunarnefnd óskar eftir að fá skráninguna senda að vinnu lokinni ásamt þeirri skýrslu sem gefin verður út.