Fréttir


10. ágú. 2009

Hafnargata 11 (Ríkið), Seyðisfirði, friðuð

 

ATVR_UTIMeð vísan til 1. mgr. 4. gr. laga nr. 104/2001 um húsafriðun friðaði menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, Hafnargötu 11 á Seyðisfirði, 24. febrúar 2009, að fenginni tillögu Húsafriðunarnefndar.

Friðunin nær til ytra byrðis hússins og verslunarinnréttinga á 1. hæð.

Húsið var byggt sem verslunarhús árið 1918 og voru verslunarinnréttingar fengnar úr verslun Konráðs Hjálmarssonar í Mjóafirði, sem reist var þar skömmu fyrir aldamótin 1900. Bæði hús og innréttingar hafa varðveist því sem næst óbreytt allt til dagsins í dag auk þess sem alltaf hefur verið verslað í húsinu. Er það einsdæmi á Íslandi að hús og innréttingar hafi varðveist með þessum hætti.