Fréttir


25. ágú. 2009

Torfhleðslunámskeið

Fornverkaskólinn heldur torfhleðslunámskeið á Tyrfingsstöðum í Skagafirði dagana 7.-10. september. Á námskeiðinu verður kenndur torfskurður og –stunga og hlaðnir verða veggir úr streng og klömbruhnaus. Kennari er Helgi Sigurðsson. Verð 45.000 kr. Nánari upplýsingar og skráning eru á www. fornverkaskolinn.is eða í síma 860 2926.