Fréttir


2. feb. 2010

Aðgengi að menningarminjum

Accessibility to Cultural Heritage – Nordic Perspectives

 

Út er komin skýrsla á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar sem ber heitið Accessibility to Cultural Heritage – Nordic Perspectives.  AdgengisskyrslaRitið er afrakstur vinnu starfshóps sem í sátu fulltrúar frá Riksantikvaren í Noregi, Riksantikvarieämbetet í Svíþjóð, Kulturarvstyrelsen í Danmörku, Húsafriðunarnefnd og Fornleifavernd ríkisins. Fyrir Íslands hönd sátu Magnús Skúlason fyrrverandi forstöðumaður Húsafriðunarnefndar og Þór Hjaltalín minjavörður Norðurlands vestra og fjalla þeir í skýrslunni um aðgengi að húsum og minjastöðum á Íslandi.  Skýrslan birtist í ritröðinni TemaNord og má nálgast á eftirfarandi vefslóð: http://www.norden.org/da/publikationer/publikationer/2009-572.

Einnig er hægt að fá skýrsluna endurgjaldslaust á skrifstofu Húsafriðunarnefndar.

Markmið hópsins var að fjalla um bætt aðgengi að minjastöðum og byggingum með menningarsögulegt varðveislugildi og var hópurinn samsettur af bæði fornleifafræðingum og arkitektum.  Tekin eru dæmi af byggingum og menningarlandslagi þar sem fjallað er um hvernig gera megi minjar aðgengilegar án þess að gengið sé um of á minjagildi þeirra, eins og t.d. upprunaleika, upplifunargildi, rannsóknargildi o.fl.  Sérstaklega var leitað lausna fyrir fólk sem býr við einhverskonar fötlun, eins og t.d. hreyfihömlun eða skerta sjón.