Fréttir


4. feb. 2010

Námskeið í gluggasmíði

 

Fornverkaskólinn og Fjölbrautaskóli Norðurland vestra

halda námskeið í gluggasmíði dagana 5. -7. mars 2010.

 

Kennsla fer fram í verknámshúsi FNV á Sauðárkóki og þátttökugjald er 9000 kr.

 

Nánari lýsing:

Á námskeiðinu er kennd smíði glugga með áherslu á trésamsetningar, vélavinnu og handverk. Nemendur læra um viðartegundir og önnur smíðaefni sem notuð eru í glugga og útihurðir, áhöld og tæki, samsetningaraðferðir og yfirborðsmeðferð. Lögð er áhersla á að nemendur geti gengið úr skugga um gæði þeirra smíðaefna sem unnið er með og að endanlegur smíðishlutur uppfylli kröfur um málsetningar og útlit m.m. Kennsla er að mestu verkleg þar sem nemendur smíða hluti eftir teikningum, verklýsingum og viðgerðir á gömlum gluggum.

 

Boðið er upp á gistingu í svefnpokaplássi í heimavist FNV gegn vægu gjaldi.

 

Skráning og nánari upplýsingar fást hjá Atla Má Óskarssyni á atli@fnv.is eða í síma 860 2083.

 

Námskeiðið er styrkt af Starfsmenntaráði.