Fréttir


3. mar. 2010

Samstarfssamningur um Húsverndarstofu

 

Húsafriðunarnefnd, IÐAN-fræðslusetur og Minjasafn Reykjavíkur skrifuðu 1. mars undir samstarfssamning um rekstur Húsverndarstofu. Copy-of-IMG_8128 

Húsverndarstofan er fræðslustofa og hefur það að markmiði að veita fræðslu og ráðgjöf um viðhald, viðgerðir og endurbætur eldri húsa. Einnig að stuðla að aukinni vitund fólks um mikilvægi þess að varðveita byggingararfinn og þá verkkunnáttu sem þarf til að halda honum við.

Húsverndarstofan hefur aðsetur sitt í Árbæjarsafni. Þar liggur frammi fjölbreytt fræðsluefni sem kemur að gagni fyrir þá sem standa fyrir viðhaldi og endurbótum á eldri húsum.

Þar er einnig sýningin Húsagerð höfuðstaðar. Saga byggingartækninnar í Reykjavík 1840 -1940. 

 

Sérfræðingar á vegum Húsafriðunarnefndar og Minjasafns Reykjavíkur eru með viðtalstíma í Húsverndarstofu alla miðvikudaga frá kl. 16 til 18 og veita jafnframt ráðgjöf á sama tíma í síma 411 6333. Nánari upplýsingar er að finna á vef stofunnar, husverndarstofa.is.