Fréttir


9. mar. 2010

Nesstofa tilnefnd til Menningarverðlauna DV

 

DV hefur tilnefnt Nesstofu til Menningarverðlauna DV í byggingarlist.0078

Arkitekt við endurgerð hússins er Þorsteinn Gunnarsson, en verkið er unnið fyrir Húsasafn Þjóðminjasafns Íslands í samstarfi við Húsafriðunarnefnd.

Rökstuðningur fyrir tilnefningunni er þessi: 

Nesstofa var reist á árunum 1760-1767 sem embættisbústaður fyrsta landlæknis Íslands, Bjarna Pálssonar. Húsið hefur einstakt varðveislugildi og er hluti af húsasafni Þjóðminjasafns Íslands. Vinna við að færa húsið eins nálægt upprunalegri gerð og mögulegt er hefur staðið frá árinu 1980, en lauk á síðasta ári. Úr endurgerð hússins má lesa þá viðhorfsbreytingu sem átt hefur sér stað í húsaverndun á löngum verktíma. Við seinni áfanga viðgerðanna var lögð áhersla á forvörslu og varðveislu elstu byggingarhlutanna fremur en endurnýjun eins og í fyrri hluta verksins. Húsið er vitnisburður um byggingarsögu gömlu íslensku steinhúsanna og opnar fróðlega sýn í eigin viðgerðasögu. Vinna við húsið einkennist af þverfaglegri samvinnu og eftirtektarverðri virðingu fyrir viðfangsefninu.

Sjá nánar hér.